154. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[14:44]
Horfa

menningar- og viðskiptaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar aðeins að koma inn á þetta með ferðaþjónustuna því að ég heyri að hv. þm. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þarf kannski aðeins að kynna sér betur það sem við erum að gera varðandi ferðaþjónustuna. Nú erum við að móta stefnu varðandi ferðaþjónustuna til ársins 2030 og ég heyri að henni er mjög umhugað um það og segir hér í ræðustól að gallinn sé að það vanti sýn og að ferðaþjónustan sé að vaxa allt of hratt. Það eru færri ferðamenn að koma í ár en 2017 og 2018, bara til að hafa það á hreinu, þannig að allt þetta tal um að ferðaþjónustan sé að vaxa svona gríðarlega og þessi ríkisstjórn hafi ekki sýn, ég gef ekki mikið fyrir það. Hins vegar er mjög brýnt að við séum með skýra stefnu. Stefnuramminn var mótaður af forvera mínum og nú erum við að klára stefnu og aðgerðir. Ég tel líka að það sé svolítið mikilvægt að hv. þingmaður átti sig á gengisáhrifunum sem koma með ferðaþjónustunni og hverju þau eru að skila til þess að lækka verðbólgu.